Vel heppnuð Jónsmessuhátíð að baki

Jónsmessuhátíð var haldin á Hofsósi um sl. helgi og að sögn Kristjáns Jónssonar formanns undirbúningsnefndar fór hátíðin mjög vel fram en talið er að 2000 manns hafi lagt leið sína á Hofsós um helgina.

Hátíðin hófst með Jónsmessugöngu á föstudaginn en gengið var að Kappastaða vatni í Sléttuhlíð. Á sama tíma fór félagsmót hestamannafélagsins Svaða fram á Hofgerðisvelli en þar sigraðu í A- flokki Sleipnir og Símon Helgi Símonarson en B- flokki Fífil og Egill Þórarinsson. Í Ungmennaflokki sigraði Hafrún Halldórsdóttir en í unglingaflokki bar Sóllilja Baltasarsdóttir sigur úr býtum og í barnaflokki Stormur Baltasarsson.

„Um kvöldið var svo kjötsúpa og kvöldvaka í Höfðaborg þar sem fólk skemmti sér konunglega yfir myndum sem leikfélagið komst yfir úr öryggismyndavélum fyrirtækja á Hofsósi,“ sagði Kristján.

Laugadagurinn hófst svo með sól og blíðu og hópreið hestamanna um þorpið. Þá var Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og knattspyrnumót þar sem lið Elmars og dátana sigraði lið Mona vallastjóra 2-1 í úrslitaleik mótsins.

Mikla lukku vakti dráttarvélakeppni sem var haldin með þátutöku 19 dráttarvéla af ýmsum gerðum en hlutskarpastur var Ómar Pállsson á Dutz árgerð ´64.

Leiktæki voru fyrir börnin við Höfðaborg og íþróttaálfurinn kom í heimsókn. „Hátíðin endaði svo með grillveislu og stórdansleik í Höfðaborg um kvöldið með hljómsveitinni Vinum Sjonna þar sem ungir, jafnt sem eldri skemmtu sér saman. Enda ekki von á öðru þar sem sumarnóttin skartaði sínu fegursta. Að því loknu hélt fólk heim á leið með bros á vör eftir vel heppnað helgi,“ sagði Kristján.

Næsta hátíð verður svo haldin helgina 21. til 22. júní 2013.

Hér má sjá myndasyrpu frá Jónsmessuhátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir