Vel heppnaðir Maríudagar

Um helgina voru haldnir Maríudagur á Hvoli í Vesturhópi þar sem niðjar Maríu Hjaltadóttur stóðu fyrir sýningu á listmunum eftir hana og hennar afkomenda. Í gær sunnudag var farið til messu í Breiðabólstaðarkirkju þar sem séra Magnús Magnússon messaði. Sumir fóru á hestum aðrir gengu og enn aðrir fóru á bílum frá Hvoli.

María var fædd 1. júlí 1924 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún fór sem kaupakona að Lækjarmóti í Víðidal og kynntist eiginmanni sínum Jósef Magnússyni. Þau eignuðust 10 börn en tvö þeirra dóu á unga aldri. María var mjög listhneigð en hún hafði lítinn tíma fyrir þá iðju fyrr en börnin voru uppkomin. Þá fór hún að mála og einnig kenndi hún nokkur ár myndmennt við Vesturhópsskóla. María lést aðeins 68 ára að aldri.

Anna Scheving var á svæðinu og sendi Feyki þessar skemmtilegu myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir