Útiþrek - myndir

Alltaf er eitthvað um að vera hjá líkamsræktarstöðinni Þreksport á Sauðárkróki og í sumar hefur staðið yfir útiþrek, en það hófst 20. maí sl. og lýkur þann 12. júlí nk.

Í boði var að taka útiþrek í 4 vikur og 8 vikur. Þeir sem tóku 4 vikurnar luku námskeiðinu þann 14. júní sl.

Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum og þeim sem eru í góðu formi, öllum sem vilja koma sér í form, minnka fitu, auka þol, styrk, vöðvamassa, kraft, úthald, hraða og liðleika. Álaginu er stýrt eftir líkamsástandi og getu hvers og eins.

,,Það eru í kringum þrjátíu manns á námskeiðinu núna, eru svona í kringum tuttugu manns sem mæta á hverja æfingu,” sagði Friðrik Hreinn Hreinsson (Rikki), Íþróttafræðingur og einn af eigendum Þreksport ehf.

Feykir skellti sér á æfingu í morgun hjá útiþrekinu og smellti nokkrum myndum af íþróttagörpunum.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir