Tobbi og systurnar sigruðu Jólamótið

Árni Stefáns og Maggi Svavars eins og unglömb

Jólamót Tindastóls í körfubolta fór fram annan dag  jóla.  Keppt var í tveimur aldursflokkum í karlaflokki, annars vegar opnum flokki og í 35+ flokki. Eitt kvennalið var skráð í keppnina og lenti í riðli með gamlingjunum.

Alls kepptu þrettán lið á mótinu sem gerir vel á annað hundrað þátttakendur. Tíu lið í opna flokknum og tvö lið í +35 auk kvennaliðsins. Sigurvegarar mótsins í opna flokknum urðu fámennasta liðið er nefndu sig Tobbi og  systurnar en í +35 sigruðu hinir fjallmyndarlegu Molduxar. Að sögn Halldórs Halldórssonar skipuleggjanda mótsins heppnaðist mótið afar vel að venju og í raun magnað að það skuli vera hægt að halda yfir 100 manna mót ár eftir ár. Ljósmyndari Feykis var á staðnum og tók eftirfarandi myndir.

palli@feykir.is

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir