Þjóðhátíðarskrúðganga leikskólabarna í blíðviðrinu á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning
15.06.2012
kl. 13.30
Nemendur leikskólans Ársala á Sauðárkróki fóru í skrúðgöngu í blíðviðrinu í dag, í tilefni af Þjóðhátíðardagsins nk. sunnudag, og komu við á hjá Ráðhúsi Skagafjarðar þar sem þau tóku nokkur lög fyrir starfsfólk Ráðhússins.
Börnin gengur niður Skagfirðingabraut með íslenska fánann í hönd og á kinn. Þegar komið var að Ráðhúsinu sungu þau nokkur lög, hátt og snjallt, viðstöddum til mikillar ánægju.
Þangað voru dagmæður einnig komnar með krílin sín sem fylgdust grannt með söngatriði leikskólakrakkana.
Hér má sjá nokkrar myndir frá skrúðgöngunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.