Tæki og tól vöktu lukku á 112 deginum

Það var mikið um að vera á skólalóð Árskóla í tilefni af 112 deginum í gær þegar viðbragðsaðilar í Skagafirði heimsóttu nemendur og starfsmenn skólans. Dagur neyðarnúmersins er haldinn um allt land í gær og er það gert til þess að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Heimsóknin í Árskóla byrjaði með brunaæfingu, en um er að ræða fyrstu brunæfinguna frá því yngra og eldra stig skólans sameinuðust undir eitt þak. Að henni lokinni var öllum safnað saman í íþróttahúsinu til að fræðast um neyðarnúmerið 112.

Að því loknu fengu nemendur að skoða hin ýmsu farartæki og græjur sem slökkviliðið, lögreglan, björgunarsveitin býr yfir og þóttu nemendum það aldeilis ekki ónýtt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir