Sveppauppskeran góð - Myndir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla, Gagnlega hornið
05.09.2013
kl. 16.48
Sveppaspretta mun vera með ágætasta móti í ár, að því er haft hefur verið eftir kunnugu sveppaáhugafólki í fjölmiðlum síðustu vikur. Sveppir fylgja skóglendi og því er helst að leita þeirra þar, fyrir þá sem áhuga hafa á að tína sér sveppi til matar. Alltaf er þó rétt að fara með gát og afla sér áreiðanlegra upplýsinga um hvaða tegundir eru ætar.
Blaðamaður brá sér í berjamó á dögunum og fékk ekki betur séð en fjölbreytt úrval sveppa væri að finna á leiðinni upp Sauðárgilið og í Skógarhlíðinni fyrir ofan Sauðárkrók.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.