Stóðréttir í Víðidalstungurétt

Réttað var í Víðidalstungurétt í Húnaþingi sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Veðrið var fínt fyrir þá sem klæddu sig vel og höfðu eitthvað fyrir stafni. Sá sem mundaði myndavélina var orðinn kaldur á puttunum og hrollur læddist um kroppinn.
Á föstudeginum var stóðið rekið tignarlega niður Víðidalinn og stór hópur ríðandi fólks fylgdi á eftir. Veðrið hefði mátt vera betra en vindur var mikill svo menn þurftu að vanda sig við að fjúka ekki af. En stemningin er alltaf góð í Víðidalnum hvernig svosem veðrið er og gleðin ríkir hjá  mönnum og hestum eins og meðfylgjandi myndir sýna sem Páll Friðriksson tók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir