Stemningsmyndir frá Króknum í hrímþoku

Það var sérkennileg stemning á Sauðárkróki síðasta föstudag þegar Krókurinn kúrði í hrímþoku framan af degi. Annað slagið hreinsaðist þokan upp á pörtum og sólin skein á hrímugan gróður og húsin í bænum þangað til hrímþokan lagðist aftur yfir.

Ljósmyndari Feykis var sendur út af örkinni upp úr hádegi og talinn á að festa eitthvað af þessum galdraverkum frostsins á minniskort. Það bar vel í veiði uppi á Nöfum þar sem þokan og sólin skiptust á um yfirráðin yfir túnblettum. Hér má sjá nokkrar af myndunum sem náðust áður en rafhlöðurnar í myndavélinni gáfust upp í frostinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir