Skötuveisla Skagfirðingasveitar - myndir

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hélt sína árlegu skötuveislu í Sveinsbúð í hádeginu á Þorláksmessu. Fjölmargir nýttu sér tækifærið og gæddu sér á skötu auk þess sem boðið var upp á siginn fisk, saltfisk, rúgbrauð og smér. Þeir allra vandlátustu gátu einnig fengið sér pizzusneið.

Fjölskyldur og vinnustaðir fjölmenntu á staðinn, en það virtust ekki allir kunna jafn vel að meta lyktina, ef marka má viðbrögð þessarar ungu stúlku sem greip fyrir nefið um leið og hún kom inn í herlegheitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir