Skemmtu sér konunglega á sumarhátíð
Sumarhátíð foreldrafélags leikskólans Ársala var haldin í gær við húsnæði leikskólans við Árkíl á Sauðárkróki. Þá mikið fjör hjá nemendum skólans, foreldrum, systkinum, ömmum og öfum, sem létu ekki svalan andvaran á sig fá heldur nutu samvista hvert við annað, horfðu á leiksýningu frá leikhópnum Lottu og gæddu sér að grilluðum pylsum og svala.
Börnin skemmtu sér konunglega yfir tilburðamiklum samskiptum Mikka refs og Lilla klifurmúsar úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, þar sem þau tókust á eins og þeim einum er lagið og sungu lög sem voru krökkunum vel kunnug úr leikritinu.
Eftir að leiksýningunni var lokið gátu krakkarnir spjallað við Mikka og Lilla, gefið þeim „five“ og jafnvel fengið að taka mynd af sér með þeim.
Hér má skoða nokkrar myndir frá sumarhátíðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.