Skemmtilegur 17. júní
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
18.06.2009
kl. 09.33
Þjóðhátíðardagurinn er að baki með öllum sínum gleði og skemmtunum þó veðrið hefði mátt vera aðeins þurrara. En fólk lét vætuna ekki á sig fá og skemmti sér í tilefni dagsins.
Agnar H. Gunnarsson hreppstjóri Akrahrepps var ræðumaður dagsins og fjallkonan flutti ljóð en í hlutverki hennar var Heiða Björk Jóhannsdóttir. Stúfur jólasveinn mætti á svæðið og söng, töfratónar úr Ævintýrakistunni voru fluttir og þá fékk unga fólkið að reyna sig í þrautabraut Tindastóls. Á Flæðunum voru skátar með tívolí, hestar teymdir undir börnum og í gamla bænum opnaði Kaffi Krókur á ný og bauð upp á kaffihlaðborð. Þá voru Maddömur með markað og ljósmyndasýningu í Maddömukoti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.