Skemmtileg sjómannadagshelgi að baki

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land um síðustu helgi og fór vel fram. Í Skagafirði fór dagskrá fram á Sauðárkróki á laugardegi en daginn eftir á Hofsósi.

Hún var nöpur norðan golan á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki þegar dagskrá fór fram á laugardeginum á sjómannadagshelginni en margir mættu þó til að samfagna hetjum hafsins og taka þátt í hinum ýmsu leikjum sem boðið var upp á. Á Hofsósi  var heldur betra veður daginn eftir en þá náði sólin að skína á þátttakendur sem voru á öllum aldri. Hér fyrir neðan eru myndir teknar á þessum tveimur dögum og látum við lesendur um að geta frá hvorum staðnum myndirnr eru.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir