Sjómannadagurinn á Hofsósi

Á sunnudaginn voru mikil hátíðarhöld á Hofsósi þegar Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur með dagskrá að hætti heimamanna. Veðrið lék við gesti sem skemmtu sér hið besta.

 


Dagskráin hófst við Sólvík þar sem minnisvarði um drukknaða sjómenn var afhjúpaður, svo rak kver dagskrárliðurinn annan. Í lokin bauð Slysavarnafélagið Harpa upp á kaffi og tertur í Höfðaborg og var mæting með allra mesta móti en alls skráðu sig í gestabók 380 manns sem er met aðsókn. Ágóðinn af kaffisölunni fer m.a. í að styrkja Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi.
Hér fyrir neðan er að finna myndir af deginum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir