Síðasti sveinninn á leiðinni heim

Þrettándinn var samkvæmt almanaki í gær en þjóðsögur herma að síðasti jólasveinninn drífi sig heim á þrettánda degi jóla. Margur notar daginn til að slútta jólunum með veisluhöldum og flugeldauppskotum og Feykir veit til þess að í Akrahreppi var þrettándabrenna í gærkvöldi.

Þessi jólin hafa verið gríðarlega hvít, snjókoma nánast alla daga og flestir dagar einkennst af snjómokstursmaskínum með blikkandi ljós um allar trissur. En veðrið hefur ekki verið vont og sjálfsagt finnst flestum stemning í snjónum.

Og það er fjallgrimm vissa fyrir því að jólaljósin njóta sín vel við þessar aðstæður. Ljósmyndari Feykis kíkti í nokkrar götur á Króknum í gærkvöldi og tók fáeinar myndir. Hólatún var sennilega mest skreytta gatan og ef einhver hefur tölu á því hversu mörg jólaljósin eru í þeirri götu þá væri gaman að fá upplýsingar um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir