Rithöfundar heimsóttu Skagafjörð

Rithöfundar lásu úr nýútkomnum bókum sínum í Kakalaskála í Kringlumýri fyrir tilstuðlan Héraðsbókasafns Skagfirðinga sl. laugardag. Þar voru Einar Kárason, Ragnar Jónasson og Vilborg Davíðsdóttir samankomin ásamt gestum en notaleg stemning var í skálanum og boðið upp á jólate sem gestir sötruðu á meðan þeir hlustuðu á sögur rithöfundanna.

Einar las úr bók sinni Skáld, sem er lokabindið í Sturlungasögu hans, og gerði það með miklum tilþrifum. Bók Vilborgar nefnist Vígroði og er framhald bókarinnar um Auði djúpúðgu og var frásögn Vilborgar grípandi.

Ragnar las úr spennusögu sem heitir Rof og gerist í Héðinsfirði og lofaði hún góðu. Þess má geta að leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu, sem Ragnar gaf út árið 2010, og fjallar um sömu sögupersónu, lögreglumanninn Ara Þór Arason á Siglufirði.

Hér eru nokkrar myndir frá upplestrinum í Kakalaskála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir