Öskudagurinn og Bangsi áttræður

Í tilefni öskudagsins fóru mörg börn í heimsókn á Bókasafn Húnaþings vestra á Hvammstanga,  sungu fyrir starfsfólk og þáðu Bangsafisk að launum. Einnig fóru mörg heim til Bangsa, Björns Sigurðssonar, og sungu fyrir hann afmælissöng, en Bangsi er einmitt 80 ára í dag. Guðmundur Jónsson sendi Feyki kærkomnar myndir frá Hvammstanga.

Mörg barnanna brugðu sér einnig í heimsókn á efri hæð bókasafnsins og sungu fyrir starfsfólk þar. Nokkrar af meðfylgjandi myndum tók Sigríður Ólafsdóttir ráðunautur á skrifstofu sinni að Höfðabraut 6 á Hvammstanga í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir