Óskirnar jafn margar og börnin eru mörg

Þuríður Harpa Sigurðardóttir féll af hestbaki árið 2007 og er nú lömuð frá mitti og niður. Hún hefur nú fundið meðferð á Indlandi sem getur hjálpað henni að ná bata. Þessi ferð getur farið upp í 30 milljónir og því hefur farið á stað söfnun til styrktar Þuríði.
Einn liður í söfnuninni er verkefni þar sem grunnskólabörn í Skagafirði týna steina sem þau hvísla síðan óskum sýnum að og setja síðan í litlar öskjur sem síðan eru seldar til styrktar Þuríði.

Hvernig kom hugmyndin að Óskasteina verkefninu til?
-Upphaflega var ég að hugsa hvernig ég gæti fjármagnað ferðina og datt í hug að selja óskasteina í blómabúðum um land allt. En góð vinkona mín Rita Didriksen sagði að það tæki allt of langan tíma og kom með hugmyndina að því að leiða þetta inn í grunnskólana.

Það þarf marga til að vinna svona verkefni, hverja fékkstu til liðs við þig?
-Ég fékk skólastjórnendur og kennara og hafði meðal annars samband við Kvenfélagasamband Íslands.

Hvernig á að framkvæma verkefnið í skólunum?
-Krakkarnir týna steinana á Höfðaströnd og pakka þeim síðan í öskjurnar.

Eru þetta bara litlir venjulegir pappakassar?
-Nei steinarnir fara í litlar öskjur sem ég hannaði og voru prentaðar í Odda.

Hvers konar óskir eru þetta?
-T.d. óskir um gott gengi og góðan bata, óskirnar eru jafn margar og börnin eru mörg.

Hverjir sjá um að selja steinana?
-Það verða væntanlega kvenfélögin í landinu.

Getur maður nálgast steinana þar eða er hægt að kaupa þá í búðum?
-Þeir verða hjá þeim í sumar og það er hægt að panta þá á síðunni oskasteinn.com eða senda tölvupóst á netfangið oskasteinn@oskasteinn.com

Hvað kostar einn svona steinn?
-Steinninn kostar 2500 kr.

Hvað býstu við að fá mikið út úr þessarri söfnun?
-Þetta eru um 6800 steinar svo ef ég sel alla steinana fæ ég um 17 milljónir.

Hefur þú nú farið í alla skólana og kynnt verkefnið fyrir krökkunum?
-Ég hef heimsótt alla skóla í Skagafirði til að kynna þetta fyrir krökkunum.

Veistu hversu mörg börn og unglingar taka þátt í þessu verkefni með þér?
-Það eru um 640 nemendur.

Kolbjörg Katla Hinriksdóttir tók þetta viðtal en það var verkefni hennar í starfskynningu hjá Feyki en hún var þar á mánudagginn s.l.

Myndirnar eru frá steinasöfnun í Höfðamölinni við Þórðarhöfðann og teknar af starfsfólki Árskóla. Aðrar myndir eru Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir