Óskar söng með góðum gestum í Hofi

Allt frá opnun Menningarhússins Hofs á Akureyri hefur Óskar Pétursson frá Álftagerði í Skagafirði haldið þar tónleika á laugardeginum fyrir páska. Hefur hann þá boðið til sín gestum og haft með sér hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar.

Að þessu sinni voru gestir Óskars þau Egill Ólafsson, Jóhann Helgason, Helga Möller, Harpa Birgisdóttir og Hjalti Jónsson, auk hljómsveitarinnar. Valin voru lög eftir Gunnar Þórðarsson, í tilefni af sjötugsafmæli hans. Kynnir á tónleikunum var Birgir Sveinbjörnsson, sem er mágur Óskars og fyrrverandi þáttarstjórnandi Sagnaslóðar í Ríkisútvarpinu.

Blaðamaður Feykis brá sér á tónleikana og smellti af meðfylgjandi myndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir