Notaleg stund í kirkjunni
Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju fór fram síðastliðið mánudagskvöld. Ágæt mæting var í kirkjuna líkt og vanalega og fóru kirkjugestir hinir ánægðustu út í vorkvöldið að dagskrá lokinni.
Kirkjukórinn flutti fjölbreytta dagskrá og meðal annars lög eftir Geirmund Valtýsson. Ræðumaður kvöldsins var Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og mæltist honum vel. Hann minntist örlítið á Evrópusambands- og Grímsstaðarmál og rifjaði upp gamlar minningar og frásagnir af góðu fólki. Þá söng Helga Rós Indriðadóttir sópran, nokkur lög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
Ljósmyndarar Feykis kíktu inn í kirkjuna rétt í þann mund sem Ögmundur lauk máli sínu og Helga Rós hóf upp raust sína.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.