Nokkrar myndir frá sumardeginum fyrsta á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
20.04.2012
kl. 17.20
Skátarnir hafa tekið virkan þátt í hátíðarhöldum á sumardeginum fyrsta og varð engin breyting þar á þetta árið. Á Sauðárkróki var farin skrúðganga undir forystu Skátafélagsins Eilífsbúa en gengið var frá Bóknámshúsi FNV og út í kirkju. Þar var haldin skátamessa með gleði og söng.
Í Maddömukoti steiktu Maddömurnar lummur í tilefni sumarkomunnar og Smaladrengirnir komu á vélfákum sínum til að sýna sig og sjá aðra. Ljósmyndari Feykis slóst í för með skátunum og skoðaði sýningu í Maddömukoti en þar hefur verið sett upp sýning á skagfirskum lausavísum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.