Myndasyrpa af Þverárfjallsbirni
Í tilefni af komu hvítabjarnar í Þistilfjörð í vikunni er ekki úr vegi að skella einni myndasyrpu af birninum sem heimsótti okkur þann þriðja júní 2008. Feykir.is var ekki kominn í loftið þá og því engin syrpa af bangsa á ljósmyndavefnum.
Sagt var ýtarlega frá atburðinum í Feyki og hljóðaði ein fréttin á þessa leið:
Ísbjörn í heimsókn
Það varð uppi fótur og fit þegar fréttist af hvítabirni í hlíðum Kolugafjalls fyrir austan Þverárfjall í Skagafirði á þriðjudagsmorgun. Margmenni fór af stað til að skoða bangsa og komust í feitt, því hann var alls ófeiminn við að sýna sig.
Það var rétt fyrir tíu á þriðjudagsmorguninn að Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson bændur í Keldudal í Skagafirði voru á ferðinni og ætluðu yfir Þverárfjallið. Allt í einu koma þau auga á dýr sem ekki er vanalegt að að sjáist í íslenskri náttúru.
– Við vorum að koma frá Sauðárkróki á leiðinni á fund vestur á land. Þegar við erum komin 1,5 km fram hjá gatnamótunum við Skagaveg þá sjáum við dýr sem við könnuðumst ekki við að ætti heima í þessu umhverfi. Við þurftum smá stund til að átta okkur á að þarna var ísbjörn rétt við bílinn okkar, segir Guðrún. – Við snérum bílnum við og hann hörfaði frá okkur og var svona 50 metra frá veginum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.