Miðja Íslands heimsótt og vígð

Lögmálum náttúrunnar ögrað á upptjúnnuðum tryllitækjum.

Ferðakúbburinn 4x4 stóð fyrir því að reisa myndarlegan minnisvarða úr stuðlabergi á þeim stað er Landmælingar Íslands höfðu reiknað út að væri miðja Íslands. Hann reyndist vera í Skagafirði, norðaustan við Hofsjökul við Illviðrishnjúka. Fyrr í vetur var staðurinn og minnisvarðinn vígður við hátíðlega athöfn að heiðnum og kristnum sið og var blaðamanni Feykis boðið að slást í hóp Skagafjarðardeildar 4x4 og verða vitni að vígslunni svo og að kynnast þeim heimi sem jeppakarlar og konur lifa í.

Mikill spenningur var í mönnum fyrir athöfninni enda í annað sinn sem reynt var að framkvæma hana. Eins og allir vita er allra veðra von á hálendi Íslands og fyrir ári síðan kynntust menn því þegar vígslan átti að fara fram, en vegna veðurs komust færri en til stóð. Sunnanmenn voru með í sínum fórum skjöldinn sem skrúfa átti á steininn góða og segir til um að þarna sé Miðjan en þeir komust ekki alla leið. Þetta fannst Skagfirðingunum heldur aumt því þeir biðu þá eftir þeim við steininn sem átti að vígja. En nú var sem sagt komið að því að reyna aftur og hér á eftir eru myndir sem teknar voru í ferðinni.

Ferðasöguna er hægt að lesa í 10. tölublaði Feykis

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir