Menningarsjóður KS úthlutar 30 styrkjum
Í gær var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 30 aðilar styrkja til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Í máli Þórólfs kaupfélagsstjóra kom fram að í samfélaginu færu saman blómleg viðskipti og blómlegt menningarlíf.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki (röðin er tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna):
Karlakórinn Heimir - Fjárstuðningu vegna starfsemi kórsins.
Skagfirski Kammerkórinn - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Rökkurkórinn - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Kirkjukór Hólaneskirkju - Fjárstuðningur vegna Kanadaferðar kórsins.
Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Kvennakórinn Sóldís - Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.
Erla Gígja Þorvaldsdóttir - Fjárstuðningur vegna útgáfu geisladisks.
Sigurjón Jóhannesson ásamt Margréti Stefánsdóttur og Ásgeiri Eiríkssyni. - Fjárstuðningur vegna útgáfu á geisladiski með efni eftir Skagfirsku tónskáldunum Eyþóri Stefánssyni, Jóni Björnssyni og Pétri Sigurðssyni.
Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson - Fjárstuðningur vegna útgáfu geisladisksins ORÐ.
Geirmundur Valtýsson - Fjárstuðningur vegna jóla-og sveiflutónleika í Austurbæ í Reykjavík.
Leikfélag Sauðárkróks - Fjárstuðningur vegna starfsemi leikfélagsins.
Frjósamar freyjur og frískir menn - Fjárstuðningur vegna uppsetningar á leikverki.
Grímar Jónsson - Fjárstuðningur vegna töku myndarinnar „Hrútar.“
Skotta kvikmyndafjelag - Fjárstuðningur vegna töku á myndinni „Sjómannslíf – Ein af strákunum.“
Jón Ormar Ormsson - Fjárstuðningur vegna menningarmála.
Æskulýðsfélag Hólaneskirkju - Fjárstuðningur vegna landsmóts æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir - Fjárstuðningur vegna áframhaldandi rannsókna
á sögu gamla barnaskólans á Hlíðarhúsi í Óslandshlíð.
Samband skagfirskra kvenna - Fjárstuðningur vegna samkomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem haldin er á „Degi kvenfélagskonunnar.“
Sauðárkróksprestakall - Fjárstuðningur vegna framkvæmda í kirkjugarði Sauðárkróks.
Gullgengi ehf. - Fjárstuðningur til sumaropnunar í Stefánsstofu í Menningarhúsinu Miðgarði.
Lifandi landslag - Fjárstuðningur vegna forrits fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.
SöguSkjóðan - Fjárstuðningur við „SöguSkjóðuna“ sem er með það að markmiði að bjóða upp á leiðsögn um Sauðárkróksbæ.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - Fjárstuðningur vegna menningarstarfsemi safnsins.
Pilsaþytur -Fjárstuðningur vegna námskeiðs í gerð Fald og skautbúninga
Bókaútgáfan Hólar - Fjárstuðningur vegna útgáfu á Skagfirskum skemmtisögum.
Steinunn Jóhannesdóttir - Fjárstuðningur vegna útgáf á ritum um þjóðskáldið Hallgrím Pétursson.
Fjölbrautaskóli norðurlands vestra - Fjárstuðningur vegna markaðssetningar á nýjum námsbrautum við skólann.
Vesturfarasetrið á Hofsósi - Fjárstuðningur vegna sýningar í tilefni 20 ára afmæli safnsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.