Lummulega lummuleg helgi

Fjöllistahópurinn gaf sveitarfélaginu þetta flotta skilti

Lummur hér, lummur þar lummur alls staðar. Glaumur gleði og gaman einkendu helgina sem nú er liðin er Skagfirðingar fögnuðu 1. lummuhelgi sinni. Götur, sveitabæir og þorp voru fagurlega skreytt og svo fór að Rauða hverfið fór með sigur úr bítum. Þá þótti Ásdís Guðmundsdóttir baka bestu lummurnar.

Sólveig Fjólmunds samdi og flutti lummulagið og Fúsi spilaði undir.

Kvöldvökur, götugrill, útimarkaður, lummukeppni, hestar og fótbolti allt var til staðar og Skagfirðingar sýndu að þeir hafa lengi beðið eftir sinni lummulegu hátíð sem um helgina varð að veruleika.

Feykir var á staðnum með myndavélina á lofti en von er á fleiri myndum síðar í dag og á morgun.

Benedikt Lafleur mætti með unnustu sína en þau ætla að ganga í hjónaband nú í dag

 

Kvöldvaka í Grænuklauf

 

Leikfélagið tróð upp, m.a. með Ávaxtakörfuna.

 

Sólveig með Töfratóna Ævintýrakistunnar.

 

Gísli Sig, formaður skreytinganefndar afhenti Rauða hverfinu bikar fyrir mestu og bestu skreytingarnar

 

Íbúar í Brekkutúni fengu bikarinn til varðveislu

 

Ragnar og Halla voru sæt saman.

 

Sumir gengu alla leið og skelltu lummuuppskrift á húsvegginn hjá sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir