Lummudagar í ljómandi veðri

Lummudögum lauk í Skagafirði í gær og heppnuðust þeir alveg lummandi vel. Veðrið lék við Skagfirðinga og gesti alla dagana og nóg um að vera, fólk var duglegt við að skreyta hús og hýbýli í sínum litum.

Það voru íbúar Hólmagrundar sem báru sigur úr bítum í skreytingakeppninni í ár og fögnuðu innilega þegar þeim var afhentur glæsilegur bikar í gærkvöldi.

Framkvæmd Lummudaga tókst með miklum ágætum og þrátt fyrir að margir gestir hafi heimsótt Skagafjörðinn var líkt og um venjulega helgi væri að ræða, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar hjá lögreglunni.

Sigríður Inga Viggósdóttir, framkvæmdastýra Lummudaga, sagðist í samtali við Feyki vera hæstánægð með hvernig til tókst og vildi koma á framfæri þökkum fyrir frábæra helgi.

Hér að neðan er hægt að kíkja á myndir frá laugardeginum en þá var markaður, lummur og tónlist í Gamla bænum á Króknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir