Ljómandi Landsmótshelgi í Skagafirði

Veðurguðirnir höfðu ekki verið Norðlendingum hliðhollir það sem af var sumri og ekki voru hitatölurnar til að hrópa húrra fyrir fyrstu daga Landsmóts hestamanna. En allt er gott sem endar vel og fyrrnefndir veðurguðir skelltu Skagafirði í sparigallann síðustu daga Landsmóts. En það var ekki bara fjör á Melunum.

Ljósmyndari Feykis fór rúnt inn í Lídó á laugardaginn þar sem bílaumferðin var mikil í kringum Melana og reyndar skaust hann líka örlítið yfir í Langadalinn og inn á Blönduós. Í dag var hinsvegar kíkt í Fljótin og á Hofsósi var notalegt, 20 stiga hiti og hlýr sunnanvindur og sundlaugin vel sótt. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá ljómandi Landsmótshelgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir