Lífsgleði í Laufskálarétt

Stærsta stóðrétt landsins, Laufskálarétt, var haldin í dag í Hjaltadalnum. Að venju var margt um manninn og sömuleiðis hestinn og gengu réttarstörf hratt og vel fyrir sig í sæmilegasta haustveðri, hitinn um 10 stig og dálítill vindur.

Í gærkvöldi var skagfirsk gleði og skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem hestar og hestamenn sýndu fimi sína og ýmislegt fleira var til gamans gert. Í kvöld er stærstu stóðrétt landsins fylgt eftir með stærsta sveitaballi ársins á Íslandi og eru ballgestir sennilega að setja upp andlitin og koma sér í gírinn þegar þetta er skrifað. Það er hljómsveitin Von sem sér um fjörið ásamt nokkrum alflottustu söngvurum landsins; Siggu Beinteins, Matta Matt, Magna Ásgeirs, Jogvani og Vigga. Það má fastlega reikna með fjöri.

Hér að neðan má finna myndasyrpu úr Laufskálaréttinni sem ljósmyndari Feykis festi á kort í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir