Líf og fjör á Unglingalandsmóti í dag
Mikil stemning var á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki í dag á 17. Unglingalandsmóti UMFÍ. Markaður var í risatjaldinu á Flæðunum þar sem heimamenn seldu ýmsan varning og skrautmuni, sumir höfðu þó fært básana sína út fyrir tjaldið enda veðrið með eindæmum gott.
Fólki bauðst tækifæri að kynna sér og prófa bogfimi, júdó og Parkour, auk þess að taka þátt í skemmtilegum Zumba fitness tíma við sundlaugina. Farið var í gönguferð um bæinn og saga bæjarins sögð, börnin fengu sögustund í Húsi frítímans og var afþreying fyrir alla fjölskylduna í Landsmótsþorpinu.
Í kvöld verður svo barnakvöldvaka í risatjaldinu kl. 19:00-20:00. Á milli 21:30-23:00 verður svo Úti bíó við sundlaugina og frá kl. 21:30-23:30 verður kvöldvaka í risatjaldinu.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.