Látinna ástvina víða minnst á Ljósadegi
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
13.01.2015
kl. 10.17
Margir minntust látinna ástvina á Ljósadegi í gær, í Skagafirði og víðar um landið, með því að kveikja á útikertum eða luktum. Þetta var í fyrsta sinn Ljósadagurinn var haldinn en hugmyndin að honum kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust af slysförum í janúar í fyrra.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Sauðárkróki í gærkvöldi tóku margir þátt í að festa þessa fallegu hefð í sessi en þá loguðu friðarljós einnig í sveitum fjarðarins, í Varmahlíð og á Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.