Grímubúningadagur í barnastarfinu

Sunnudaginn 11. mars var ákveðið að halda grímubúningadag í helgastarfi (barna og unglingastarfi) hestamannafélaganna í Skagafirði. Börnin mættu uppáklædd í búninga og skreyttu hesta sína í tilefni dagsins.

Hópunum var skipt upp eftir aldri í 3 hópa og kepptu allir í þrautabraut sem reiðkennarar vetrarins þær Hafdís Arnardóttir og Sif Jónsdóttir settu upp. Fljótasti einstaklingurinn í hverju hópi fékk verðlaun auk þess sem allir fengu páskaegg þegar þrautabrautinni var lokið. Til gamans má geta að í helgastarfinu eru yngstu einstaklingarnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni og eru þau allt frá 4 ára aldri.

Kennslan gengur út á að kenna börnunum grunn í öruggu umhverfi, svo sem að stoppa, beygja, snúa við, hafa stjórn á hraða og fleira í þeim dúr. Það hafa yfir 30 börn tekið þátt í helgarstarfinu í vetur.

Stórt lokahóf verður haldið þegar nær líður sumri og verða þá öll börnin, bæði helgarstarfið auk þriðjudags og fimmtudags starfsins saman. Meðfylgjandi eru myndir sem Stefanía Inga Sigurðardóttir tók.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir