Gleði á frumsýningu Allt í plati
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning
29.10.2011
kl. 17.13
Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi leikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson sl. miðvikudagskvöld við góðar undirtektir leikhúsgesta. Á meðal áhorfenda mátti sjá börn allt niður í eins og hálfs árs sem horfðu á leiksýninguna með mikilli hrifningu.
Í leikritinu galdraði Lína Langsokkur til sín persónur úr þekktum barnaleikritum, m.a. Mikka ref, Lilla klifurmús, Karíus og Baktus, Kasper, Jesper og Jónatan og Soffíu frænku. Tónlist spilar stóran þátt í leikritinu og sér Rögnvaldur Valbergsson um undirspil. Leikstjóri er Íris Baldvinsdóttir.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir frá frumsýningarkvöldinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.