Fullt hús á 1. maí dagskrá
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
02.05.2013
kl. 09.59
Fjölmenni var á hátíðardagskrá sem stéttarfélögin í Skagafirði stóðu fyrir í tilefni af frídegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin fór fram á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og var boðið upp á veglegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði.
Ræðumaður dagsins var Unnar Rafn Ingvarsson skjalavörður. Geirmundur Valtýsson lék á harmónikku á meðan á borðhaldi stóð. 10. bekkingar í Varmahlíðarskóla skemmtu með söngatriðum úr Grease og Kór eldri borgara söng nokkur lög.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.