Friður sé með þér

Óskar Björnsson, skólastjóri og séra Sigríður Gunnarsdóttir, hefja friðarkeðjuna.

Friður sé með þér hljómaði mörg hundruð sinnum í morgun er nemendur, starfsfólk og foreldrar nemenda við Árskóla mynduðu friðarkeðju upp eftir öllum Kirkjustígnum við Nafirnar á Sauðárkróki.

 

Er Friðargangan árleg hjá Árskóla og er hún gengin föstudaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Gengur ljósalugt á milli barnanna frá 1. bekk og upp í 10. bekk og enda þau síðan með því að tendra ljósin á Krossinum sem stendur á Nöfunum á aðventu og fram á nýja árið.

 Friðargönguna enduðu nemendur síðan í Árskóla við Freyjugötu þar sem boðið var upp á piparkökur og heitt kakó sem kom sér vel í froststillunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir