Friðarganga Árskóla í myndum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
28.11.2014
kl. 11.10
Í morgun fóru nemendur Árskóla á Sauðárkróki í sína árlega Friðargöngu í einstaklega hlýju og góðu veðri miðað við árstíma. Mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans sem mynduðu samfellda keðju frá kirkju, upp kirkjustíginn og létu ljósker ganga sín á milli alla leið upp að krossinum, með kveðjunni „friður sé með þér“.
Efst í keðjunni eru elstu nemendur skólans og þau yngstu neðst. Að venju var talið niður þegar ljóskerið nálgaðist krossinn og krossinn loks tendraður. Eftir gönguna var boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.