Flugeldasýning í rjómablíðu á Króknum

Áramótunum var fagnað í blíðskaparveðri í gærkvöldi, veðurstilla var í landshlutanum og aðstæður kjörnar til að kveikja brennu og skjóta upp flugeldum.

Meðfylgjandi er myndasyrpa frá glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar sem fór fram kl. 21. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman til að fylgjast með sýningunni en kveikt hafði verið í stórum bálkesti hálfri klukkustund fyrr og úr varð stórt og myndarlegt bál, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir