Flett í gömlum myndaalbúmum

Galvaskir verkstæðiskappar circa 1979.

Í bókinni Birtan á fjöllunum hittir höfundurinn Jón Kalman Stefánsson naglann á höfuðið þegar hann segir;  -það er angurvær depurð yfir gleðinni sem gengur aftur. Þannig er örugglega mörgum innanbrjósts sem fletta í gömlum myndaalbúmum.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílaverkstæðis KS hefur verið að taka til í bílskúrnum að undanförnu og þar kennir sennilega alltof margra grasa. Innan um hjólbarða, hljómplötur og gömul stígvél leynist góður slatti af ljósmyndum og myndirnar sem hér fylgja eru teknar á Bílaverkstæðinu fyrir um það bil 30 árum.

30 ár er langur tími og margt hefur breyst síðan myndirnar voru teknar. Sumir þeirra sem prýða myndirnar eru horfnir yfir móðuna miklu en aðrir eru enn spriklandi fjörugir. Eins og gengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir