Fjölmenni á Króksblóti í gærkvöldi
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning
05.02.2012
kl. 17.17
Króksblót 2012 fór fram í gærkvöldi í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var það árgangur 1959 sem hélt utan um skemmtunina þetta árið.
Aðstaðan var hin besta og húsið allt hið glæsilegasta og ekki skorti fólkið, 550 plús gæddu sér á gómsætum þorramat en hermt er að þriðjungur Skagfirðinga hafi mætt á þorrablót í gærkvöldi á þeim þremur blótum sem fram fóru.
Að loknum skemmiatriðum og borðhaldi sá Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar til þess að fólk stigi sveifluna. Þegar ljósmyndarar voru á ferðinni við upphaf Króksblóts var fólk almennt í veisluskapi og með góða matarlist eins og sjá má á meðfylgjandi myndum af hressum Króksurum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.