Fjölmenni á Kirkjukvöldi
Í fyrrakvöld var Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju haldið og sóttu um 200 manns viðburðinn. Kórinn söng undir stjórn Rögnvalds Valbergssonar organista, Gísli Einarsson var ræðumaður kvöldsins og Helga Bryndís Magnúsdóttir spilaði undir hjá kórnum og Sigríði Aðalsteinsdóttur söngkonu sem hljóp í skarðið fyrir Helgu Rós Indriðadóttur sem forfallaðist.
Kirkjukórinn stóð sig með mikilli prýði og söng lög á borð við Sjá dagar koma og Sverrir konungur en lokalag kórsins var Allir heilir. Rögnvaldur spilaði á harmonikku og gítar auk þess að stjórna kórnum. Ræðumaður kvöldsins, Gísli Einarsson, fékk gesti til að hlæja innilega þegar hann rifjaði upp sögur af kirkjustörfum æsku sinnar og kynnum sínum af Skagfirðingum. Þá hreif Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran kirkjugesti með fallegum söng.
Kynnir var Pétur Pétursson frá Álftagerði og stóð sig með miklum sóma eins og reiknað hafði verið með.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.