Ferðast um heiminn á 88 ára gömlum Rolls Royce

Eftir að hafa ferðast frá Beijing til Parísar árið 1997, frá London til Cape Town árið 2001 og 25.000 kílómetra á Inca Trail í gegnum Suður Ameríku árið 2003, ákváðu hollensku hjónin Anton Aan De Stegge og Willemien Aan De Stegge að setja fyrir sig að keyra 80.000 kílómetra í kringum jörðina á bílnum, sem þá var 80 ára gamall.

Í dag er bíllinn 88 ára og eru þau hjónin búin að setja mynd af 54 löndum sem þau ætla að heimsækja á bílinn. Þau eru m.a. búin að stoppa í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Indónesíu, Japan, Austur Evrópu, Færeyjum og nú á Íslandi.

Hjónin sögðu Ísland vera mjög fallegt land þó svo veðrið væri ekki alltaf mjög skemmtilegt. Íslendingarnir sem þau höfðu hitt á ferðalaginu væru allir mjög vingjarnlegir en það sem hafi komið þeim mest á óvart var hversu góður matur væri á Íslandi.

Anton og Willemien voru búin að vera á Íslandi í rúmar þrjár vikur þegar blaðamaður Feykis náði tali af þeim. Hugmyndin var að keyra þvert yfir landið en vegna snjóþunga enduðu þau með að keyra hringinn í kringum landið. Þau ætluðu að dvelja á Norðurlandi í tæpa viku í viðbót og enda ferðina á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir