Fann ég í fjöru........

Lagt af stað í fjöruna.

Skólahópur leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki hélt á dögunum ásamt kennurum sínum í fjöruferð. Í fjörunni týndu þau  skeljar, þang, steina, krossfiska .

Það er samt svolítið langt og gott að hvíla lúin bein.

Börnin voru mjög áhugasöm og höfðu gaman af því að rannsaka það sem fyrir augu bar. Öllu nytsamlegu var safnað saman í  poka og þegar heim á leikskóla var komið var fengnum breytt í listaverk. Meðfylgjandi myndir sendi deildarstjóri skólahóps. Feykir.is skorar á leikskóla og aðra hópa að vera dugleg að senda skemmtiegar myndir inn á vefinn.

Vá, krakkar sjáið hvað ég fann.

 

nei sko skel

 

Eigum við að spjalla aðeins, bara við?

 

það er best að fá sér bara sæti hér er svo margt að sjá

 

Sjáðu hvað ég er með í vasanum

 

Niðursokkin í gersemar fjörunnar

 

Komin heim á leikskóla með fjársjóð dagsins.

 

Þetta var nú aldeilis góð ferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir