Emil í Bifröst
Hinn uppátækjasami Emil í Kattholti mun taka öll völd í Bifröst næstu daga en krakkarnir í 10. bekk Árskóla munu frumsýna Emil í dag klukkan 17:00. Með hlutverk Emils fer Sveinn Rúnar Gunnarsson en strákurinn sá kannast vel við að hafa á sínum yngri árum verið nokkuð liðtækur prakkari;
-Ég var samt ekki jafn slæmur og Emil, segir Sveinn Rúnar. Aðspurður segist Sveinn Rúnar ekki vera að stíga á svið í fyrsta sinn enda hefur hann leikaragen í báðar ættir.
Með hlutverk foreldra Emils fara tvíburasystkinin Pálmi Geir og Fríða Rún Jónsbörn. Alfreð er leikinn af Fannari Arnarssyni og Lína af þeim Margréti Petru Ragnarsdóttur og Maríu Ósk Steingrímsdóttur.
Ida er leikin af þeim Önnu Sif Björgvinsdóttur og Söru Hlíf Óðinsdóttur.
Með hlutverk Títuberja Maríu fer síðan Ásdís Sif Þórarinsdóttir.
Leikstjóri Emils er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson en nemendur í 10. bekk koma að smíði leikmyndar, gerð búninga, förðun, hárgreiðslu ljósum og öllum sem kemur að sýningunni. Allur ágóði af miðasölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Hægt er að panta miða á sýningarnar í síma 4535216
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.