Dansað og föndrað af mikilli gleði - myndasyrpa
Mikið fjör hefur verið í Árskóla á Sauðárkróki þessa vikuna þegar skólastarfið var brotið upp með Þemadögum frá mánudegi til miðvikudags og hinu árlega Dansmaraþoni 10. bekkinga, en því lýkur kl. 12 á hádegi í dag.
Þemað að þessu sinni var tileinkað endurvinnslu en skólinn er þátttakandi í Comeniusarverkefni á miðstigi, með grunnskólum í átta öðrum löndum, og er þemavinnan í ár liður í þátttöku skólans í verkefninu. Comeniusarverkefnið tengist endurvinnslu og nefnist „Waste not, want not“.
Blaðamaður Feykis fangaði stemninguna í skólanum og íþróttahúsinu í vikunni. Hvert sem litið var mátti sjá gleðina skína úr andlitum krakkana sem augljóslega kunnu vel að meta tilbreytinguna og ekki síst að taka sporin undir styrkri handleiðslu Loga Vígþórssonar danskennara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.