Dagur sauðkindarinnar haldinn í annað sinn
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
12.10.2014
kl. 17.08
Fjölmargt áhugafólk um sauðfé var samankomið á Þrasastöðum í Stíflu um sl. helgi þegar dagur sauðkindarinnar var haldinn hátíðlegur í annað skipti af Fjárræktarfélagi Fljótamanna.
Haldin var sýning á veturgömlumhrútum sem og lambhrútum sem flestir voru til sölu og einnig var talsvert af gimbrum og forystulömbum til sölu. Í lok dags voru svo boðnir upp tveir lambhrútar. Hrútar frá Brúnastöðum stóðu eftir í öllum flokkum nema flokki dökkleitra lambhrúta þar stóð lamb frá Stóra-Holti efst.
Talsvert var keypt af lömbum við þetta tækifæri en nú er heimil sala og flutningur á lömbum á svæðinu frá Eyjafjarðará að Austari-Héraðsvötnum að Svarfaðardal undanskildum. /ÖÞ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.