Bríet Lilja og Linda Þórdís hlutu afreksbikar
Eins og sagt var frá á Feyki.is fyrr í dag voru í gær afhentir styrkir úr Menningarsjóði KS. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur.
Er þetta í fjórða skipti sem bikarinn er afhentur. Í þetta sinn voru það tvær ungar og efnilegar körfuboltakonur sem hlutu bikarinn, þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir. Þær leika báðar með meistaraflokki kvenna hjá Tindastól og hafa einnig leikið með landsliði U-16 og unni Norðurlandameistaratitil með því liði á dögunum.
Þeir bræður Ómar Bragi og Stefán Vagn Stefánssynir afhentu Bríeti Lilju og Lindu Þórdísi bikarinn, en það er höndum þeirra og Hjördísar systur þeirra að velja hver hlýtur bikarinn, sem gefinn er af þeim systkinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.