Brautskráning frá Hólaskóla

Í gær brautskráði Háskólinn á Hólum 52 nemendur sem ýmist fóru heim með diplómu í viðburðastjórnun, BA gráðu í ferðamálafræði, MS gráðu í sjávar og vatnalíffræði eða BS í reiðmennsku og reiðkennslu. Áður en sú athöfn hófst flutti Erla Börk Örnólfsdóttir skólarektor ávarp og setti samkomuna.

Eftir brautskráningu söng Helga Rós Indriðadóttir við undirleik Thomasar R. Higgerssonar og Elín Finnbogadóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Eftir myndatökur var boðið upp á kaffi og tertur sem gestir gerðu góð skil.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir