Bjart yfir mönnum og hrossum í Skrapatungurétt
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Hestar
20.09.2014
kl. 14.29
Ævintýri norðursins í Skrapatungurétt í Laxárdal Austur-Húnavatnssýslu fór fram um sl. helgi. Farið var í stóðsmölun á laugardaginn og að venju var gestum boðið að taka þátt í smölun og upplifa þá tilkomumiklu sjón að sjá stóðið renna út Laxárdalinn í Skrapatungurétt.
Bjart var yfir mönnum og hrossum í réttinni á sunnudaginn þegar stóðið var gengið sundur í hlýjum og hressandi sunnan blæstri.
Blaðamaður Feykis fylgdist með réttarstörfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.