Áramótin á Króknum

Á gamlárskvöld var kveikt í brennu  samkvæmt venju á svæðinu fyrir neðan Áhaldahúsið á Sauðárkróki. Veður var milt og gott og fjölmennti fólk á staðinn til að sýna sig og sjá aðra og ekki síst að njóta brennunnar og flugeldasýningarinnar. Má segja að veðrið hafi verið of milt fyrir flugeldasýningu því á stundum sást ekki dýrðin fyrir reyk.

Maríanna og Sigurlaug grilla áramótasósuna

Rafmagnslaust varð í bænum rétt fyrir klukkan sex síðdegis en komst á aftur um hálftíma síðar á mestum hluta bæjarins. Það varð bilun í spennistöð sem varð þess valdandi að íbúar Túnahverfis fengu sitt rafmagn ekki fyrr en upp úr klukkan hálftíu um kvöldið. Þurfti því að beita ýmsum brögðum til að elda matinn. Í flestum tilfellum voru grillin dregin fram  og hátíðarmaturinn eldaður á þeim.

 Hér eru fleiri myndir frá áramótunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir