Afmælismyndir USAH
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga fagnaði 100 ára afmæli um síðustu helgi og var tímamótanna minnst með hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni.
Margt var á dagskrá þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, héldu mót og saga sambandsins sögð í fjölda mynda frá gamalli tíð. Nú felst starfsemi sambandsins aðallega í því að vera regnhlífarsamtök fyrir aðildarfélögin sem eru tíu talsins og starfa í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, voru meðal gesta og voru þau Auðunn Steinn Sigurðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ við það tækifæri.
Blaðamaður Feykis var á staðnum og tók myndir í tilefni dagsins.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.