100 ára kosningaafmæli kvenna fagnað
Síðasta sunnudag stóð Samband skagfirskra kvenna fyrir afmælisfagnaði í Menningarhúsinu í Miðgarði þar sem þess var minnst að 100 ár er í ár liðin frá íslenskar konur fengu kosningarétt. Boðið var upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar á eftir.
Sigrún Fossberg flutti erindi Sólborgar Unu Pálsdóttur um kosningarétt og kjörgengi. Sigurveig Anna Gunnarsdóttir, nemi við FNV, ræddi um væntingar ungrar stúlku til framtíðarinnar og Björg Baldursdóttir flutti erindi í gamansömum dúr, þar sem hún velti meðal annars fyrir sér breytingum á hlutverki kvenna. Kvennakórinn Sóldís söng, undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttir.
Meðfylgjandi myndir tók Kristín S. Einarsdóttir í Miðgarði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.